PCI DSS Öryggisúttektir, Innbrotspróf og Veikleikaskönn

PCI DSS Innbrotspróf (e. Penetration Testing) eru framkvæmd til að uppfylla kröfur sem lýst er í PCI DSS öryggisstöðlum stóru greiðslukortafélaganna. Í slíkum úttektum er áhersla á að finna öryggisgalla og innbrotsleiðir í búnaði og kerfum sem vinna úr og hýsa upplýsingar um greiðslukortaviðskipti.

Reynt er á innbrotsaðferðir og kóða til að meta hvort eiginleg innbrot og óviðkomandi aðgangur að upplýsingaeigum sé mögulegur. Innbrotsprófanir Bithex ehf. reyna bæði á netlag og lausnir á innri og ytri netum, sem og aðrar varnir sem beitt er til að verja upplýsingakerfi fyrirtækja og þjónustuaðila í greiðslukortaviðskiptum.

Ef þú ert að leita eftir ráðgjöf við innleiðingu PCI DSS staðalsins að fullu, eða hluta hans, sjá meira um Ráðgjöf Bithex við öryggisstaðla.

PCI öryggisskönn/veikleikaskönn

Söluaðilar sem fara yfir 20.000 árlegar færslur á neti og/eða heildarfjöldi færsla fer yfir eina milljón þurfa að láta framkvæma veikleikaskönn á ytri netum sínum af viðurkenndum skanaðila. Bithex ehf. sér um framkvæmd viðurkenndra veikleika- og öryggisskanna fyrir sölu- og þjónustuaðila í greiðslukortaviðskiptum.

Veikleikaskönn ganga út á það að prófa reglulega öll ytri upplýsingakerfi fyrirtækis þar sem höndlað er með greiðslukortaupplýsingar. Skimað er fyrir þekktum veikleikum og veikum stillingum sem geta leitt til öryggisgalla í upplýsingakerfum. Atriði eru flokkuð í áhættuþrep og fyrirtæki teljast uppfylla skilyrði um PCI DSS hlítingu ef engar alvarlegar öryggisveilur koma fram.

Aðferðafræði við PCI DSS innbrotsprófanir

PCI DSS innbrotspróf Bithex fylgja staðlaðri aðferðafræði, skv. stöðlum NIST-SP800-115 og OSSTMM þar sem framkvæmd prófa og niðurstöður eru skjalfestar ásamt því að aðstoða viðskiptavini við að loka fyrir öryggisveikleika á fljótlegan og öruggan hátt. Markmið okkar er að hjálpa viðskiptavinum að standast PCI DSS hlítingu að fullu.

Prófanaáætlun og framkvæmd PCI DSS innbrotsprófa byggir á því að prófuð eru ytri og innri upplýsingakerfi sem vinna með og vista greiðslukortaupplýsingar (e. cardholder data).

Hvað þarf að gera fyrir framkvæmd prófa?

Undirbúningur fyrir PCI DSS innbrotsprófanir fer þannig fram:

Hvað er innifalið í Bithex PCI DSS innbrotsprófum?

Framkvæmd PCI DSS innbrotsprófana byggir á þáttum svo sem:

Verð og verðtilboð

Verð fyrir PCI DSS innbrotsprófanir fer eftir stærð og högun upplýsingakerfa. Hafið samband til að fá nánari upplýsingar og verðtilboð.