Þjónusta

Öryggisúttektir og innbrotspróf

Öryggisúttektir og innbrotspróf (Penetration Testing) á upplýsingakerfum. Prófað fyrir öryggisgöllum í hugbúnaði, netþjónum og netbúnaði. Reynt er á allar algengar innbrotaleiðir.


Bithex SecureWerk – Stöðug öryggisvöktun, veikleikaskönn og innbrotsprófanir

Sjálfvirkar skimanir daglega og mánaðarlega gegn nýjustu veikleikum í upplýsingakerfum. Full scale öryggisskönn og reglulegar innbrotsprófanir.


Bithex WSC öryggisúttekt og innbrotsprófanir á vefsíðum og veflausnum

Innbrotspróf og nákvæm úttekt á öryggiseiginleikum veflausna og vefsíða, sem gengur út á það að finna og greina öryggisatriði og veikleika í vefsíðum og veflausnum og gefa góð ráð um úrbætur.


Netöryggi í verki – öryggisvitund og þjálfun

Við komum í fyrirtæki og fræðum starfsfólk og veitum þjálfun í upplýsingaöryggi. Það er því miður staðreynd að algengasta og léttasta leið tölvuþrjóta inná tölvukerfi fyrirtækja er í gegnum starfsfólk og notendur.


Álagsprófanir á vefþjónum og vefsíðum (Load/Stress Testing)​

Álagsprófanir á vefþjónum og veflausnum. Við framkvæmum álagspróf til að líkja eftir notkun þúsunda notanda á vefsíðum, s.s. með niðurhali, innskráningu, venjulegri notkun o.s.frv.

PCI DSS Öryggisúttektir, innbrotspróf og veikleikaskönn

Öryggisúttekt, veikleikaskönn og innbrotspróf skv. kröfum í PCI DSS stöðlum um öryggi í upplýsingakerfum fyrir greiðslukort. Viðurkennd PCI veikleikaskönn.


Ráðgjöf og innleiðing öryggisstaðla PCI DSS og ISO/IES 27001

Ráðgjöf við innleiðingu staðla PCI DSS greiðslukortafélagana eða ISO/IEC 27001. Ráðgjöf vegna PCI DSS sjálfsmats og innleiðing í heild.