Þjónusta

Bithex SecureWerk™ – Stöðug Öryggisvöktun, Veikleikaskönn og Innbrotsprófanir

Skimað fyrir nýjustu veikleikum í upplýsingakerfum daglega. Full scale öryggisskönn og reglulegar innbrotsprófanir.

Öryggisúttektir og Innbrotspróf

Öryggisúttektir og innbrotspróf (Penetration Testing) á upplýsingakerfum. Prófað fyrir öryggisgöllum í hugbúnaði, netþjónum og netbúnaði. Reynt er á allar algengar innbrotaleiðir. Beitt er sjálfvirkum og handvirkum aðferðum, allt eftir eðli upplýsingakerfa.

PCI DSS Öryggisúttektir, Innbrotspróf og Veikleikaskönn

Öryggisúttekt, veikleikaskönn og innbrotspróf skv. kröfum í PCI DSS stöðlum um öryggi í upplýsingakerfum fyrir greiðslukort. Viðurkennd PCI veikleikaskönn.

Bithex Network Monitor, Netvöktun á netþjónum

Sjálfvirk netvöktun á algengum þjónustum, vefþjónum, póstþjónum, DNS þjónum o.fl. Vaktíðni allt að 1 mín. Tilkynningar í tölvupósti og SMS. Byggir á opnum hugbúnaði sem er þaulreyndur og býður uppá mikla möguleika.

Bithex SecureWerk™ Internal fyrir innri net

Öryggisskönn og veikleikskimun fyrir innri net fyrirtækja. Ótakmörkuð skönn og reglulegar öryggisúttektir á mikilvægustu netþjónum og veflausnum.

Bithex WSC™ Öryggisúttekt og Innbrotsprófanir á Vefsíðum og Veflausnum

Innbrotspróf og nákvæm úttekt á öryggiseiginleikum veflausna og vefsíða, sem gengur út á það að finna og greina öryggisatriði og veikleika í vefsíðum og veflausnum og gefa góð ráð um úrbætur.

Sjá meira

Fleira sem við gerum

Álagsprófanir á vefþjónum og vefsíðum (Load/Stress Testing)

Álagsprófanir á vefþjónum og veflausnum. Við framkvæmum álagspróf til að líkja eftir notkun þúsunda notanda á vefsíðum, s.s. með niðurhali, innskráningu, venjulegri notkun o.s.frv.

Cybersecurity Öryggisvitund og Þjálfun

Við komum í fyrirtæki og fræðum starfsfólk og veitum þjálfun í upplýsingaöryggi. Það er því miður staðreynd að algengasta og léttasta leið tölvuþrjóta inná tölvukerfi fyrirtækja er í gegnum starfsfólk og notendur.

Ráðgjöf og Innleiðing Öryggisstaðla PCI DSS og ISO/IES 27001

Ráðgjöf við innleiðingu staðla PCI DSS greiðslukortafélagana eða ISO/IEC 27001. Ráðgjöf vegna PCI DSS sjálfsmats og innleiðing í heild.

Um Bithex

Bithex ehf. er íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í netöryggi (cyber security) s.s. í ráðgjöf, prófunum og öryggisúttektum á upplýsingakerfum og í stjórn upplýsingaöryggis.

Bithex ehf. býður upp á þjónustu, vörur og ráðgjöf sem tengist öryggisprófunum og úttektum á upplýsingakerfum og stjórn upplýsingaöryggis.

Markmið okkar er að bjóða þjónustu til að hjálpa viðskiptavinum okkar að halda uppi háu öryggisstigi á upplýsingakerfum og uppfylla kröfur, reglugerðir og staðla um öryggi í mikilvægum upplýsingaeigum á áreiðanlegan og hagkvæman hátt.

FRÉTTIR

Viltu vita hvort þínir aðgangar (email, lykilorð, o.fl) hafi verið hakkaðir?

Flott þjónusta hjá Mozilla, Firefox Monitor. þar eru upplýsingar um gagnainnbrot þar sem upplýsingar s.s. aðgangsorð (notandanöfn, lykilorð) og aðrar persónulegar upplýsingar hafa lekið út. Mælum sterklega með fólk skoði hvort þeirra aðgangar hafi lekið út. Sjá nánar á: https://monitor.firefox.com Hafi þinn aðgangur lekið út einhver staðar, mælum við með að breyta lykilorðum tafarlaust, nota […]

Stuðningur við PHP 5.x endar. Engar öryggisuppfærslur eftir desember 2018

Þeir sem eru að nota PHP 5.x á vefsíðum og veflausnum þurfa að uppfæra hið snarasta í nýjasta PHP 7.x. Skv. mælingum W3Techs eru allt að 62% vefsíða enn að nota PHP 5.x. Eftir 31. desember 2018 munu þeir vefir ekki fá öryggisuppfærslur fyrir PHP. Skv. þessu er líklegt að sá dagur muni koma að […]

Hvaða Android-símar eru öruggastir?

Allir ættu að átta sig á því að það er stöðugt ástæða til að uppfæra allan netbúnað með nýjustu öryggisuppfærslum eins fljótt og kostur er. Snjallsímarnir eru þar ekki undanteknir. Þegar kemur að því að velja farsíma er gott að hafa bak við eyrað að farsímaframleiðendur eru misfljótir að setja upp stýrikerfisuppfærslur fyrir sín sæki […]

SJÁ ALLAR FRÉTTIR