Innbrotsprófanir
Við framkvæmum öryggisúttektir og innbrotsprófanir á öllu sem tengist Internetinu. Öryggisprófanir og veikleikaskönn á net- og lausnalagi. Innbrotsprófanir á vefsíðum og veflausnum (e. web apps). Prófað er fyrir algengum öryggisveikleikum í öllum hugbúnaði, netþjónum og tækjabúnaði. Við beitum nýjustu aðferðum og tækni í sjálfvirkum og handvirkum prófunum. Hafðu samband við okkur til að fá verðtilboð, eða bara til að heyra meira um þjónustu okkar.
UM BITHEX
Bithex ehf. er íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í netöryggi (e. cyber security) s.s. í ráðgjöf, prófunum og öryggisúttektum á upplýsingakerfum og í stjórn upplýsingaöryggis.
Markmið okkar er að bjóða þjónustu sem hjálpar viðskiptavinum okkar að halda uppi háu öryggisstigi á upplýsingakerfum og uppfylla kröfur, reglugerðir og staðla um öryggi í mikilvægum upplýsingaeigum á áreiðanlegan og hagkvæman hátt.