Notkunarskilmálar

Almennt

Skilmálar þessir gilda um allar vefsíður og veflausnir sem eru í eigu og/eða umsjón Bithex ehf. og þjónustu sem Bithex ehf. veitir með þeim lausnum. Skilmálar þessir eru endanlegir og eiga við um alla notkun á þjónustu Bithex ehf. og vefsíðum og veflausnum Bithex ehf. Skilmálar þessir eru hafnir yfir annað sem kann að hafa komið fram í samskiptum notenda og viðskiptavina við Bithex ehf. Bithex ehf. áskilur sér rétt til breytinga á skilmálum þessum hvenær sem er án þess að sérstakar tilkynningar komi þar áður fram.

Þessi vefsíða og aðrar vefsíður í eigu og/eða umsjón Bithex ehf. kunna að innihalda stafsetningavillur og aðrar villur. Bithex ehf. áskilur sér rétt til að breyta innihaldi vefsíða sinna s.s. lýsingu á þjónustu og vörum, verði o.fl. hvenær sem er án nánari tilkynninga þar um.

Þjónustuskilmálar

Þjónusta sem veitt er af Bithex ehf. á og með þessari vefsíðu og öðrum í eigu og/eða umsjón Bithex ehf. skal greidd fyrirfram af viðskiptavini, nema annað komi fram þar um í samkomulagi Bithex ehf. og viðskiptavinar. Viðskiptavinurinn lýsir því yfir að upplýsingar sem hann lætur Bithex ehf í té um sjálfan sig og fyrirtæki sitt, s.s. nafn, heimilisfang, póstfang o.fl. séu réttar og sannar. Viðskiptavinurinn (þú) lýsir því yfir að hann/hún mun fylgja og virða almenn lög og reglur sem kunna að fjalla um þjónustu sem Bithex ehf. veitir á þessum vefsíðum.

Hafir þú fengið í hendur notendanafn, lykilorð, aðgangsorð eða aðgangsslóð að þjónustum, upplýsingum og veflausnum Bithex ehf. sem hluti af okkar þjónustu, er þess krafist að þú meðhöndlir þær upplýsingar sem leynilegar fyrir þig eingöngu, og þú munt ekki afhenda þær þriðja aðila, hvorki einstaklingum, né lögaðila. Þú samþyggir einnig að tilkynna Bithex ehf. svo fljótt sem verða má hafi þriðji aðili komist yfir þitt notendanafn, lykilorð eða aðgangsslóð. Þú samþyggir einnig að skrá þig út af þjónustum og veflausnum Bithex ehf með því að smella á “útskráning”, “skrá út”, “log out” o.s.frv. þegar þú hefur lokið við notkun þeirra í hvert sinn. Þér skal vera ljóst að sérstakrar aðgátar er krafist þegar þú tengist þjónustum, upplýsingum og veflausnum Bithex ehf. með aðgangsupplýsingum þínum í gegnum tölvur og búnað sem deilt er með, eða er í eigu, eða undir stjórn, þriðja aðila.

Uppsögn á þjónustu

Bithex ehf. áskilur sér rétt til að fella niður aðgang, notandanafn og lykilorð að þjónustum og veflausnum Bithex ehf. hvenær sem er, fyrir hvaða tilefni eða ástæðu sem er, eða enga ástæðu, þar með talið ef Bithex ehf. telur að þú hafir gerst brotleg/ur við þessa notkunarskilmála.

Þjónustan er uppsegjanleg af beggja hálfu með 30 daga fyrirvara, nema annað komi fram í samningi viðskiptavinar og Bithex ehf. Uppsögn skal vera skrifleg og tekur gildi á fyrsta degi mánaðar eftir uppsagnarfrest. Bithex ehf. áskilur sér rétt til að loka fyrir aðgang viðskiptavinar að þessum vefsíðum án fyrirvara eða tilkynningar þar um. Í því tilfelli mun Bithex ehf. endurgreiða viðskiptavini það sem eftir stendur af gjaldi fyrir þjónustuna sem greitt hefur verið fyrirfram, að frádregnu nauðsynlegu umsýslugjaldi ef þurfa þykir.

Hlekkir á vefsíður þriðja aðila

Efni á þessum vefsíðum og öðrum vefsíðum í eigu og/eða umsjón Bithex ehf. kunna að innihalda hlekki í aðrar vefsíður sem eru ekki í eigu eða umsjón Bithex ehf. Bithex ehf. ber ekki ábyrgð á efni slíkra vefsíða. Bithex ehf. býður slíka hlekki til þæginda og sem þjónustu við viðskiptavini sína en tengist þeim vefsíðum ekki að öðru leiti. Bithex ehf. áskilur sér rétt til að taka út slíka hlekki án fyrirvara eða nánari tilkynningar.

Upplýsingar frá þriðja aðila

Á þessum vefsíðum og öðrum vefsíðum í eigu eða umsjón Bithex ehf. kunna að koma fram upplýsingar sem koma frá eða eiga uppruna sinn frá þriðja aðila, ótengdum Bithex ehf. Bithex ehf. ber enga ábyrgð á slíku efni, né hefur Bithex ehf. höfundarrétt á slíku efni.

TAKMÖRKUN ÁBYRGÐAR

NOTANDINN (ÞÚ) LÝSIR ÞVÍ YFIR AÐ HANN/HÚN MUN EKKI KREFJA BITHEX EHF. ÁBYRGÐAR VEGNA TJÓNS SEM REKJA MÁ TIL NOTKUNAR Á ÞJÓNUSTU OG/EÐA EFNIS FRÁ, VEFSÍÐUM EÐA ÞJÓNUSTU BITHEX EHF. ENNFREMUR AÐ BITHEX EHF VERÐUR EKKI KRAFIÐ ÁBYRGÐAR VEGNA ÓBEINS TJÓNS SEM REKJA MÁ TIL ÞJÓNUSTU OG/EÐA EFNIS FRÁ, VEFSÍÐUM EÐA ÞJÓNUSTU BITHEX EHF, HVORT SEM UM ER AÐ RÆÐA TAP GAGNA, BREYTINGU Á GÖGNUM EÐA FRAMSETNINGU GAGNA Í UPPLÝSINGAEIGUM NOTANDANS, TAP VIÐSKIPTA, TEKNA, HAGNAÐAR, AÐGENGIS AÐ ÞJÓNUSTU Í UPPLÝSINGAEIGUM NOTANDANS, GÖGNUM EÐA NOKKRU ÞVÍ SEM ÞJÓNUSTA OG/EÐA EFNI AF VEFSÍÐUM BITHEX EHF KANN AÐ HAFA ÁHRIF Á.

NOTANDINN (ÞÚ) BER FULLA ÁBYRGÐ Á EIGIN UPPLÝSINGAKERFUM OG BÚNAÐI SEM NOTAÐUR ER Í TENGLSUM VIÐ ÞJÓNUSTU OG VEFSÍÐUR BITHEX EHF. ÞAR MEÐ ER TALIÐ UPPITÍMI, AÐGENGI, GÖGN, BIRTING GAGNA O.S.FRV. NOTANDINN ER ÁBYRGUR FYRIR STÝRINGUM Á EIGIN BÚNAÐI S.S. VEGNA AFRITA, AÐGENGIS OG UPPITÍMA. NOTANDINN (ÞÚ) LÝSIR ÞVÍ YFIR AÐ HANN MUN EKKI ÁKÆRA BITHEX EHF VEGNA NOTKUNAR Á ÞJÓNUSTU EÐA VEFSÍÐUM BITHEX EHF.

Notkun vörumerkja

Bithex® og SecureWerk® eru skráð vörumerki í eigu Bithex ehf. og háð lögum um einkaleyfi.
Öll önnur vörumerki sem kunna að koma fram á vefsíðum Bithex ehf. falla undir umráðarétt eiganda sinna.

Ágreiningur

Rísi ágreiningur um notkun á þjónustu og/eða vefsíðum Bithex ehf. skal reka dómsmál þess efnis fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og í samræmi við íslensk lög í einu og öllu. Notandinn (þú) hreyfir ekki mótbárum við þessu skilyrði.