Við framkvæmum álagspróf (e. load testing, stress testing) til að líkja eftir raunverulegri notkun hundruða og þúsunda samtíma-notenda á vefþjónum og vefsíðum, hvort sem er í einfaldri notkun eða flóknum veflausnum, s.s. með niðurhali, innskráningu/auðkenningu, útfyllingu pöntunarsíða, venjulegri notkun o.s.frv.
Álagsprófanir geta verið mikilvæg leið til að greina flöskuhálsa í mismunandi kerfisþáttum og hvar þarf að bæta afköst veflausna og vefþjóna.
Við greinum veflausn þína og setjum upp testplan og notum öflugan hugbúnað til að setja upp og forrita próf sem líkja eftir flókinni og raunverulegri notkun mikils fjölda venjulegra notenda á vefsíðum. Við getum líkt eftir notkun á einföldum vefsíðum jafnt sem flóknum veflausnum með auðkenningu, útfyllingu umsóknarforma, pöntunum á vöru og þjónustu, o.s.frv.
Áður en lagt er af stað í álagsprófanir er mikilvægt að rekstraraðilar og kerfisstjórar vefþjóna, gagnagrunna og forritaþjóna (e. application servers) skilji og geti loggað og greint alla notkun og villur sem fram geta komið meðan á álagsprófum stendur.
Misflókið getur verið að greina hvar flöskuhálsar myndast í veflausnum og kerfishlutum, s.s. í vefþjóni, „client-side caching“ , „URL rewriting“ beiðnum, gagnagrunnstengingum, álag í vélbúnaði o.fl. Algeng er, og oft einfaldast, að leysa álagsvandamál í veflausnum með því að bæta við fleiri vefþjónum undir „load balancing“.
Í mörgum tilfellum þarf viðskiptavinurinn að setja upp test-gögn til að nota í flóknum álagsprófum, s.s. test-notendur, test-kennitölur, test-greiðslukort, o.s.frv.
Ekki hika við að hafa samband við okkur fyrir nánari upplýsingar og verðtilboð í álagsprófanir á þínum vefþjónum.