Netöryggi í verki – Cybersecurity

Við komum í fyrirtæki og fræðum starfsfólk og veitum þjálfun í upplýsingaöryggi.

Upplýsingaöryggi er verkefni sem endar aldrei. Netþjónar og tölvur fyrirtækja geta verið „up-to-date“ með hörðustu öryggisstillingum sem völ er á – jafnvel þannig að engin leið er til beinna innbrota frá netinu inná upplýsingaeigur fyrirtækisins. Staðreyndin er hins vegar sú að algengasta og léttasta leið tölvuþrjóta til innbrota inná tölvukerfi fyrirtækja er í gegnum starfsfólk og notendur.

Við þjálfum starfsfólk og útskýrum örugg vinnubrögð og notkun tölva og upplýsingaeigna. Takmarkið er að bæta kunnáttu starfsfólks þegar kemur að notkun upplýsingakerfa og lágmarka þannig áhættu á tölvuinnbrotum og öryggisatvikum sem geta átt sér stað vegna kunnáttuleysis og mistaka notenda.

Þjálfun okkar gengur út á gera starfsfólk þíns fyrirtækis að öryggisvörðum í stað þess að vera öryggisógn við upplýsingaeigur fyrirtækisins. Við útskýrum og leiðbeinum varðandi atriði og aðferðir eins og:

  • notkun tölvupósts og áhættur sem þarf að þekkja í tölvupóstsendingum,
  • örugga notkun Internetsins,
  • örugg lykilorð og meðferð þeirra í vöfrum og hugbúnaði almennt,
  • Grundvallaratriði í dulkóðun,
  • Hvernig á að læsa aðgengi að upplýsingum og tölvubúnaði,
  • Hvernig á að vita hver hefur aðgang að hvaða upplýsingum,
  • Hvernig á að þekkja bragðvísi (e. social engineering) og hvernig á að bregðast við slíku,
  • Örugg notkun á samfélagsmiðlum,
  • Hvernig er öruggast að vinna í fjarvinnslu og öryggi á þráðlausum netum (Wifi).

Notandinn er of oft veikasti hlekkurinn í upplýsingakerfum fyrirtækja. Með stöðugri þjálfun og góðri öryggisvitund allra notenda er hins vegar vel mögulegt að breyta upplýsingakerfum í óvinnandi vígi.