Persónuverndarstefna

Almennt

Bithex ehf., kt. 570102-2140, Skeifunni 19, 108 Reykjavík, er annt um friðhelgi viðskiptamanna sinna og starfsmanna þeirra og tekur persónuvernd mjög alvarlega. Við leggum mikla áherslu á það að meðferð persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf.

Í þessari persónuverndarstefnu má sjá hvaða persónuupplýsingum Bithex ehf. safnar og í hvaða tilgangi. Þá má hér finna upplýsingar um mögulega aðra viðtakendur upplýsinganna og hvað þær eru geymdar lengi. Auk þess má hér finna upplýsingar um á hvaða grundvelli Bithex ehf. safnar persónuupplýsingum, hvaða réttinda einstaklingar njóta og fleiri mikilvægar upplýsingar sem tengjast lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 (persónuverndarlögjöfin).

Vefsíður okkar eru www.bithex.is, www.bithex.com, securewerk.bithex.com.

​Varðandi skilgreiningu á því hvað teljast skuli persónuupplýsingar og hvað vinnsla persónuupplýsinga er, vísast til gildandi persónuverndarlöggjafar.

Viðskiptamaður og einstaklingur sem notar þjónustu Bithex ehf. gengur undir og samþykkir persónuverndarstefnu Bithex ehf., sem hér kemur fram, þegar hann stofnar til viðskiptasambands við Bithex ehf. og notar þjónustu Bithex ehf.

Hvaða persónuupplýsingum söfnum við og hvernig vinnum við með þær og vistum?

Við söfnum og vinnum með eftirfarandi persónuupplýsingar sem tengjast viðskiptamönnum okkar og starfsmönnum þeirra:

  • Nafn, netfang og símanúmer tengiliða okkar við viðskiptamenn eru vistaðar í viðskiptakerfum Bithex og í safni tölvupósta. Komi fram aðrar persónuupplýsingar í tölvupósti frá okkar tengiliðum er það stefna okkar og venja að eyða þeim á endanlegan hátt.
  • Notandanafn (netfang), lykilorð og IP-tölur (við innskráningu) notenda í Bithex SecureWerk eru vistaðar í gagnagrunni. Öll Lykilorð í Bithex SecureWerk eru vistuð dulkóðuð með „salti“. Upplýsingum um IP-tölur notenda (innskráningar í Bithex SecureWerk) er eytt á sjálfvirkan hátt í samræði við stillingar notenda þar um, að hámarki eru IP-tölur vistaðar til 5 ára.
  • Afrit af gögnum Bithex ehf., s.s. úr gagnagrunnum og skrám, eru vistuð dulkóðuð á eigin búnaði Bithex ehf. og eru ekki vistuð lengur en til 3 ára.
  • Bithex ehf. leigir sýndarvélar, s.s. fyrir kjarnakerfi, tölvupóstþjóna, netþjóna fyrir Bithex SecureWerk o.s.frv., hjá þriðja aðila og hýsir í þeirra umhverfi. Við veitum þriðja aðila aldrei notendaaðgang að okkar búnaði og gögnum. Við stjórnum hins vegar ekki aðgengi þessara aðila að umræddum búnaði í þeirra eigin húsnæði. Við veljum ávallt birgja sem starfa innan Evrópska efnahagssvæðisins og lýsa því yfir að fylgja ströngustu öryggisreglum í sínum rekstri og þjónustu.
  • Við söfnum hvorki né rekjum setukökur (e. session cookies) á okkar vefsíðum og lausnum (Bithex SecureWerk) í markaðslegum tilgangi. Setukökur á vefsíðum Bithex ehf. og í Bithex SecureWerk (https://securewerk.bithex.com) teljast eingöngu nauðsynlegar setukökur fyrir virkni og eyðast við útskráningu notanda eða að 24 mínútum liðnum sé tenging notanda óvirk.

Tilgangurinn með söfnun persónuupplýsinga

Tilgangurinn með söfnun persónuupplýsinga er einvörðungu til þess að:

  • Geta efnt samningsskyldu okkar.
  • Geta veitt þjónustu okkar við okkar viðskiptamenn.
  • Gæta að lögmætum hagsmunum fyrirtækisins.
  • Gæta að lögmætum hagsmunum annarra.
  • Uppfylla lagaskyldur.

Miðlun persónuupplýsinga

Almenna reglan er sú að við miðlum ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila. Hins vegar getur verið nauðsynlegt og þess krafist að við miðlum upplýsingum til þriðja aðila, t.d. til að framfylgja samningsskyldum og til að veita þá þjónustu sem við bjóðum okkar viðskiptamönnum. Þá kann að vera nauðsynlegt að miðla upplýsingum til opinberra aðila þegar það er skylt lögum samkvæmt og þess er óskað, svo sem til skattayfirvalda, dómstóla eða ríkislögreglustjóra.

Réttindi einstaklinga

Hafi einstaklingur veitt samþykki fyrir vinnslu tiltekinna persónuupplýsinga á hann rétt, samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (persónuverndarlög), á að afturkalla samþykki sitt hvenær sem er. Sá réttur hefur þó ekki áhrif á lögmæti þeirrar vinnslu sem fram fór áður en samþykki var afturkallað. Þá nýtur hann einnig annarra réttinda, svo sem réttar til að vera upplýstur um vinnslu, réttar til aðgangs að gögnum, réttar til að fá rangar eða villandi upplýsingar leiðréttar, réttar til að persónuupplýsingum um hann verði eytt, réttar til að hindra að unnið verði með persónuupplýsingar um hann og réttar til að flytja eigin upplýsingar. Hafa skal í huga að réttindi einstaklinga eru ekki alltaf fortakslaus og kunna að vera háð ýmsum skilyrðum.

Endurskoðun á þessari persónuverndarstefnu

Persónuverndarstefna þessi getur tekið breytingum í samræmi við breytingar á viðeigandi lögum og reglugerðum eða ef breytingar verða gerðar á því hvernig Bithex ehf. vinnur með persónuupplýsingar. Verði breytingar gerðar á persónuverndarstefnu þessari verður tilkynnt um slíkt á heimasíðum Bithex ehf.

Eftir að breytingar hafa verið gerðar á persónuverndarstefnunni, og hún birt, taka þær gildi samstundis.

Uppfært þann 22. janúar 2024. Fyrst ritað og birt þann 21. janúar 2024.