Viltu vita hvort þínir aðgangar (email, lykilorð, o.fl) hafi verið hakkaðir?

Posted on Posted in Fréttir

Flott þjónusta hjá Mozilla, Firefox Monitor.

þar eru upplýsingar um gagnainnbrot þar sem upplýsingar s.s. aðgangsorð (notandanöfn, lykilorð) og aðrar persónulegar upplýsingar hafa lekið út.

Mælum sterklega með fólk skoði hvort þeirra aðgangar hafi lekið út. Sjá nánar á: https://monitor.firefox.com

Hafi þinn aðgangur lekið út einhver staðar, mælum við með að breyta lykilorðum tafarlaust, nota „password manager“ hugbúnað og temja sér þá reglu að nota ekki sama lykilorð á mörgum stöðum, og alltaf að nota flókin lykilorð.