Bithex SecureWerk™ Internal fyrir innri net

Posted on Posted in Þjónusta(A)

Bithex SecureWerk Internal er þjónusta þar sem öryggisskanni frá Bithex er staðsettur á innra neti viðskiptavinar til að framkvæma dagleg öryggis- og veikleikaskönn á netþjónum, útstöðvum og öðrum nettengdum búnaði. Starfsmenn Bithex ehf. setja upp búnaðinn og aðstoða notandann við að skilja eðli atriða og öryggisveikleika og ráðleggja notandann um úrbætur og lagfæringar.

Umsjón með veikleikum

Fyrir fyrirtæki sem vinna eftir stjórnkerfi um upplýsingaöryggi og fyrirtæki sem vilja fylgjast stöðugt með stöðu upplýsingaöryggis í netbúnaði sínum er Bithex SecureWerk Internal þjónusta þar sem hægt er að hafa heildarumsjón með tæknilegum veikleikum og öryggisatriðum. Mögulegt er að fylgjast með stöðu upplýsingaöryggis með reglulegum og formlegum hætti þar sem starfsmenn geta framkvæmt öryggis- og veikleikaskönn með Bithex SecureWerk á mikilvægum netþjónum og búnaði hvenær sem er.

Mögulegt er að kalla fram heildarlista veikleika úr öllum skanskýrslum og flokka eftir áhættuþrepi og mikilvægi. Notandinn getur merkt falsboð og metið líkur á öryggisatvikum samfara hverju atriði.

Hvað er innifalið í Bithex SecureWerk Internal?

 • Uppsetning og stillingar á Bithex SecureWerk í sýndarvél (VMware®) í umhverfi viðskiptavinar.
 • Fullur aðgangur og notkun á Bithex SecureWerk og viðmóti.
 • Allar uppfærslur og viðbætur á Bithex SecureWerk hugbúnaði fylgja. Uppfærslur eru venjulega keyrðar inn einu sinni á ári.
 • Sjálfvirk leit að vélum á innra neti. Mögulegt er að endurnýja leit hvenær sem er.
 • Dagleg veikleikaskönn fyrir nýjustu veikleika á ótakmörkuðum fjölda kerfa.
 • Heildarskönn vikulega eða mánaðarlega á ótakmörkuðum fjölda kerfa.
 • Veikleikaskönn geta skimað fyrir innri veikleikum og uppfærslum í öllum algengustu stýrikerfum (ath. veita þarf aðgang að vélum).
 • Veikleikaskanni er uppfærður daglega með nýjustu veikleikaprófum.
 • Veikleikaskönn sem uppfylla kröfur PCI DSS öryggisstaðla stóru kortafélaganna um regluleg veikleikaskönn á innri netum.
 • Stöðuskýrslur sem sýna heildarstöðu upplýsingaöryggis og stöðufundir með viðskiptavini árlega.
 • Umsjón með veikleikum, leiðbeiningar um lagfærslur og líkur á öryggisatvikum.
 • Áhættuflokkun atriða skv. áhættuflokkun Bithex og CVSS. Notandi getur merkt falsboð og breytt áhættuflokkun.
 • Ótakmarkaður fjöldi notandaaðganga í Bithex SecureWerk Internal fylgja.
 • Ótakmarkaður fjöldi og tíðni öryggisskanna.
 • Þjónusta í síma og tölvupósti varðandi notkun, skýrslur, umsjón atriða og almennar úrlausnir veikleika.

Verð og verðtilboð

Fast árlegt gjald er tekið fyrir Bithex SecureWerk Internal. Vinsamlegast hafið samband fyrir nánari upplýsingar og verðtilboð.

Bithex SecureWerk™ Internal og tengsl við staðla um upplýsingaöryggi.

Bithex SecureWerk Internal uppfyllir kröfur í PCI DSS öryggisstaðli greiðslukortafyrirtækjanna um innri veikleikaskönn o.fl. Fyrirtæki sem hafa innleitt stjórnkerfi um upplýsingaöryggi geta stuðst við Bithex SecureWerk til að uppfylla ýmis ákvæði staðla svo sem ISO/IEC 27001:2007. Bithex SecureWerk má nota til að uppfylla ákvæði svo sem um stýringar gegn spillikóta, áhættumat, líkur á öryggisatburðum og atvikum, netstýringar, öryggi í netþjónustum svo fátt eitt sé nefnt.

Útfærsla stjórnkerfa um upplýsingaöryggi er mismunandi milli fyrirtækja en almennt má segja að Bithex SecureWerk geti verið gagnlegt við margar stýringar í ISO/IEC 27001:2007 s.s. A.10.4.1, A.10.6.1, A.10.6.2, A.10.10.5, A.11.1.1, A.11.4.6, A.11.6.1, A.11.6.2, A.12.5.4, A.12.6.1, A.13.1.2, A.14.1.2, A.15.2.1.