Bithex Network Monitor, Netvöktun á netþjónum

Posted on Posted in Þjónusta(A)

Notendur Bithex SecureWerk™ geta bætt við netvöktun í aðgang sinn til að fylgjast með og mæla uppitíma og virkni netþjóna og helstu þjónusta.

Bithex Network Monitoring byggir á opnum hugbúnaði sem er þaulreyndur og býður uppá mikla möguleika. Netvakar okkar eru staðsettir í öruggu rekstrarumhverfi á hverjum stað þar sem lofað er háum uppitíma.

Hvað er innifalið í Bithex Network Monitor?

 • Vöktun fyrir allar algengustu þjónustur s.s. http, https, pop3, pop3s, smtp, dns, ssh, ftp, Telnet o.fl.
 • Vaktíðni er frá 1 mín upp í 1 klst.
 • Einfalt og þægilegt notandaviðmót til að setja upp og stilla vöktun véla.
 • Tilkynningar sendar í venjulegum tölvupósti og í SMS um póstgátt símafélags notanda, þar sem slíkt er í boði.
 • Tíðni tilkynninga er stillanleg frá 10 mín uppí 4 klst.
 • Skilgreina má tengiliði fyrir hverja þjónustu sérstaklega.
 • Virkni og svartími netþjóna er sýndur með nákvæmum gröfum sem ná yfir 12 mánuði.
 • Nákvæm loggun á tilfellum bilana og misfella.
 • Ótakmarkaður fjöldi notanda fyrir hvern viðskiptavin.
 • Uppsetning og stillingar framkvæmdar af starfsmönnum Bithex.
 • Öll þjónusta og allar uppfærslur eru innifaldar í verði. Uppfærslur eru venjulega einu eða tvisvar sinnum á ári.

Bithex Network Monitor byggir á opna hugbúnaðarpakkanum Nagios® og viðbótum við hann sem reynst hafa vel við vöktun búnaðar af ýmsu tagi. Nagios er víða orðinn staðalbúnaður við vöktun á netþjónum hjá fyrirtækjum af öllum stærðum.

Verð

Verð fyrir netvöktun á ytri netþjónum er frá kr. 12.900 per netþjón á ári.

Þú getur sent okkur póst fyrir nánari upplýsingar og verðtilboð, eða  fyllt út pöntunarform okkar til að fá aðgang Bithex SecureWerk.