Hvaða Android-símar eru öruggastir?

Posted on Posted in Fréttir

Allir ættu að átta sig á því að það er stöðugt ástæða til að uppfæra allan netbúnað með nýjustu öryggisuppfærslum eins fljótt og kostur er. Snjallsímarnir eru þar ekki undanteknir.

Þegar kemur að því að velja farsíma er gott að hafa bak við eyrað að farsímaframleiðendur eru misfljótir að setja upp stýrikerfisuppfærslur fyrir sín sæki og gera þær aðgengilegar fyrir eigendur tækjanna.

Næst þegar þú ferð að kaupa þér nýjan Android síma ættirðu að skoða tæki frá framleiðendum í þessari röð: Google, LG, Motorola, HTC, Sony, Xiaomi, OnePlus, Samsung.

Upplýsingar um aðra framleiðendur fylgja ekki. Sjá nánar á https://www.androidauthority.com/android-oem-update-speed-743073/