Apple tölvur vantar öryggisuppfærslur skv. rannsókn

Posted on Posted in Fréttir

Apple tölvur eiga að taka við öryggisuppfærslum á sjálfvirkan hátt, sbr. önnur stýrikerfi eins og Windows 10 og margar Linux útgáfum (fer eftir stillingum). Hins vegar hefur komið í ljós skv. rannsókn fyrirtækisins Duo Security, sem gefin var út á föstudaginn var, að svo er ekki alltaf.

Samkvæmt rannsókninni vantaði mikilvægar öryggisuppfærlsur í allt að 4,2% allra apple tölva sem skoðaðar voru.

Sumar uppfærslur geta verið geysimikilvægar og án þeirra getur tölvan verið auðvelt skotmark hakkara.

Eigendur og rekstraraðilar apple tölvu ættu að skoða þetta sérstaklega og framkvæma handvirkar uppfærslur á öllum sínum vélum.